MYNTKAUP OPEN 2025
Laugardagur 14. júní – Grafarholtsvöllur

Myntkaup, leiðandi Íslenskt rafmyntafyrirtæki, býður til glæsilegs frisbígolfmóts í sumar í samstarfi með DGUnited og Frisbígolffélagi Reykjavíkur, Myntkaup Open 2025. Mótið fer fram laugardaginn 14. júní á Grafarholtsvelli í Reykjavík og er PDGA vottað mót með spennandi umgjörð og metnaðarfullum verðlaunum.

Minnst $2000 í verðlaunafé!

Þetta er einstakt tækifæri fyrir keppendur til að spila á einum mest krefjandi velli landsins, á eins dags móti með svona miklu í húfi.

Helstu upplýsingar:
• Dagsetning: Laugardagur, 14. júní.
• Staðsetning: Grafarholtsvöllur, Grafarholti. Þorláksgeisli 51.
• Ein umferð – 18 holur.
• Flokkar: MPO, FPO, MA1 og FA1
• Skráning opnar: Mánudagur, 12. maí. kl. 12:00.
• Skráningu lýkur: Fimmtudagur, 12. júní. kl. 23:59.
• Mótsgjald: 3.000 krónur (greiðist fyrir lok skráningar)
• Hámarksfjöldi keppenda: 80.

Um Myntkaup
Stofnað árið 2019 og starfar samkvæmt leyfi og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Myntkaup gerir Íslendingum kleift að eiga einföld og örugg viðskipti með Bitcoin og aðrar rafmyntir – hvort sem það er í gegnum vefinn eða appið þeirra, sem er með skjótvirkustu lausnum á markaðnum. Myntkaup er vinsælasti staðurinn fyrir Íslendinga til að kaupa og selja rafmyntir. Yfir 20.000 Íslendingar eru skráðir á Myntkaup.

Myntkaup ehf.
DGUnited
Frisbígolffélag Reykjavíkur

FREKARI UPPLÝSINGAR UM MÓTIÐ, VERÐLAUN OG ANNAÐ KOMA Á NÆSTU DÖGUM.

SKRÁNING OPNAR MÁNUDAGINN 12. MAÍ KLUKKAN 12:00 OG FER FRAM Í GEGNUM UDISC.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!