
RESELIGE
PDGA-vottuð styrktardeild haldin af DGU.
Um deildina
Reseliga er átta vikna PDGA-vottuð mótaröð sem haldin er í þeim tilgangi að styrkja fjóra unga og efnilega íslenska frisbígolfara í keppnisferð til Álandseyja og víðar um Evrópu. Allur ágóði eftir rekstrarkostnað rennur beint til drengjanna og fjölskyldna þeirra.
Hverjir geta tekið þátt?
Aðeins leikmenn með PDGA rating 949 eða lægra geta tekið þátt í keppnislegri deildinni samkvæmt reglu 1.13 í PDGA reglubókinni. Hærra rated leikmenn eru þó hjartanlega velkomnir að spila utan keppni og styðja með þátttöku.
Mótaupplýsingar
Haldið á mánudagskvöldum með shotgun-start kl. 19:00
8 mót alls – samanlagður árangur gildir
Skráning opnar viku fyrir hvert mót og lokar kl. 17:00 á mótsdegi
Hámarksfjöldi keppenda: 72
Flokkar
MA1 / FA1
MA3 / FA3
MA40 / FA40
MA50 / FA50
Verðlaun og stuðningur
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sæti í hverjum flokki að lokinni deild. Frisbígolffélag Reykjavíkur (FGR) er bakhjarl deildarinnar og sér um meðal annars verðlaun.
Mótsgjald og greiðsla
Það kostar 2.000 kr. að taka þátt í hverju móti. Greitt er millifærslu eða reiðufé á staðnum. Frjáls framlög og verðlaunagjafir eru einnig vel þegin.
FGR hefur útbúið sérstakan styrktarreikning fyrir mótaröðina.
Reikningur: 0515-14-009469
Kennitala: 450917-3030
Mótsgjald: 2.000 kr.-
Styrktarverkefni
Þátttaka í Reseliga styður beint við ferðalag og keppnisreynslu ungu strákanna sem stefna að því að standa sig fyrir hönd Íslands og fyrir hönd Frisbígolffélags Reykjavíkur í sumar.